Álag sem þetta er úr öllu hófi

Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni gegn Brasilíu í gær.
Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni gegn Brasilíu í gær. AFP

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, og Ólafur Andrés Guðmundsson landsliðsmaður eru sammála um að lengja verði stórmót í handknattleik. Fjölga verði frídögum. Íslenska landsliðið lék til að mynda sex leiki á átta dögum á HM í Þýskalandi. Núverandi fyrirkomulag brenni menn upp, fjölgi alvarlegum meiðslum og skaði íþróttina á allan hátt.

Margir leikmenn hafi helst úr lestinni á HM sem nú stendur yfir, þar af tveir úr íslenska liðinu, og fleiri glími áverka sem rekja megi til of mikils álags á skömmum tíma og fari illa með menn, jafnt um lengri sem skemmri tíma.

„Keppnin hefur reynt mjög mikið á okkur vegna þess að við höfum leikið marga mjög erfiða leiki. Það er alls ekki hægt að bera okkar milliriðil saman við hinn millriðilinn í Danmörku þar sem liðin úr C- og D-riðli eigast við. Segja má að himinn og haf sé þar á milli,“ sagði Guðmundur.

Sex leikir og ferðalag á átta dögum

„Við höfum leikið á móti Króatíu, Spáni, Makedóníu og síðan Þýskalandi á sínum heimavelli og heimsmeisturum Frakka, fyrir utan svo Brasilíu, Barein og Japan. Þetta er ekkert smádæmi að fara í gegnum á stuttum tíma. Á átta dögum lékum við sex leiki auk þess sem einn dagur af þessum átta fór í ferðalag frá München til Kölnar. Sérhver maður sér að álagið er gríðarlegt á leikmennina og aðra sem í kringum liðið eru,“ sagði Guðmundur og bætir við að kominn sé tími til þess að á þessum málum verði tekið og mótin lengd þannig að einhver tími gefist til þess að kasta aðeins mæðinni.

Ítarlegt viðtal við Guðmund Guðmundsson má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »