Rúm milljón á mann fyrir silfrið

Leikmenn norska landsliðsins eftir verðlaunaafhendinguna á HM í gær.
Leikmenn norska landsliðsins eftir verðlaunaafhendinguna á HM í gær. AFP

Leikmenn norska karlalandsliðins í handknattleik fengu 76 þúsund norskar krónur í bónus frá styrktaraðilum fyrir að vinna til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu sem lauk í Herning í Danmörku í gær.

Þessi upphæð jafngildir rúmlega einni milljón íslenskra króna. Silfurverðlaunin tryggðu leikmönnum 60 þúsund norskar krónur og þeir fengu 2 þúsund norskar krónur fyrir hvern sigur á mótinu.

Ef norska liðinu hefði tekist að vinna gullverðlaunin þá hefðu leikmenn fengið 90 þúsund norskar krónur á mann og að auki 30 þúsund fyrir að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum en heimsmeistararnir fá sjálfkrafa keppnisrétt á Ólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert