Svan er afar sigursæll

Lasse Svan fagnar marki með Dönum á HM.
Lasse Svan fagnar marki með Dönum á HM. AFP

Lasse Svan Hansen, hægri hornamaður heimsmeistaraliðs Danmerkur, er orðinn einn sigursælasti handknattleiksmaður sögunnar eftir sigur danska landsliðsins á HM í gær.

Svan hefur orðið heims,- ólympíu- og Evópumeistari með danska landsliðinu, Evrópumeistari með Flensburg, þýskur meistari og bikarmeistari með sama liði auk þess að verða danskur meistari og bikarmeistari með GOG áður en hann hélt til Flensburg.

Hann hefur unnið alla titla sem hægt er vinna með þeim lands- og félagsliðum sem hann hefur leikið með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert