Þúsundir fagna í Köben (myndskeið)

Danir fagna heimsmeistaratitilinum í gær.
Danir fagna heimsmeistaratitilinum í gær. AFP

Sannkölluð þjóðhátíð stendur nú yfir á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, en þúsundir Dana eru þar saman komnar til þess að fagna danska karlalandsliðinu í handknattleik sem vann heimsmeistaratitilinn í gær.

Danska liðið lenti á Kastrup-flugvellinum nú síðdegis og var ekið í strætisvagni að Ráðhústorginu. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er gleðin við völd þar sem þúsundir syngja saman og hylla heimsmeistarana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert