Norður-Makedónía tekur sæti Tékka á HM

Kiril Lazarov og liðsfélagar hans í Norður-Makedóníu eru á leið …
Kiril Lazarov og liðsfélagar hans í Norður-Makedóníu eru á leið á HM. AFP

Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi og hefst á morgun.

Þetta staðfesti IHF, Alþjóðahandknattleikssambandið, núna rétt í þessu en Tékkar drógu sig óvænt úr keppni í dag vegna kórónuveirufaraldursins.

Norður-Makedónía var fyrst á lista varaþjóða og var boðið sæti í keppninni um leið og Tékkar tilkynntu að þeir yrðu ekki með í ár.

Norður-Makedóníar eru lagðir af stað til Egyptalands en þeir munu leika í G-riðli keppninnar ásamt Egyptalandi, Svíþjóð og Síle.

Fyrsti leikur liðsins verður gegn Svíþjóð í Kaíró, fimmtudaginn 14. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert