Létt yfir leikmönnum Íslands í æfingahöllinni

Ágúst Elí Björgvinsson á milli stanganna.
Ágúst Elí Björgvinsson á milli stanganna. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik æfði í æfingahöllinni í Kaíró í dag en liðið mætir Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli HM í Egyptalandi í New Capital Sports-höllinni í Kaíró á morgun.

Það var létt yfir mönnum á æfingu dagsins en liðið mætti til Egyptalands á mánudagskvöldið síðasta.

Leikurinn gegn Portúgal verður þriðji leikur liðanna á rúmrí viku en liðin hafa mæst tvívegis í aðdraganda HM í undankeppni EM.

Portúgal hafði betur í fyrri leik liðanna í Matos­in­hos í Portúgal, 26:24, en Ísland vann síðari leik liðanna á Ásvöllum með yfirburðum, 32:23.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson. Ljósmynd/HSÍ
Arnór Þór Gunnarsson og Kári Kristján Kristjánsson.
Arnór Þór Gunnarsson og Kári Kristján Kristjánsson. Ljósmynd/HSÍ
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. Ljósmynd/HSÍ
Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Sigvaldi Björn Guðjónsson. Ljósmynd/HSÍ
Björgvin Páll Gústafsson.
Björgvin Páll Gústafsson. Ljósmynd/HSÍ
Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Sigvaldi Björn Guðjónsson. Ljósmynd/HSÍ
mbl.is