Björgvin ekki í hópnum gegn Portúgölum

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reyndasti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum í handknattleik, Björgvin Páll Gústavsson markvörður, er ekki í sextán manna hópnum fyrir leikinn gegn Portúgal í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Egyptalandi klukkan 19.30 í kvöld.

Björgvin er einn þeirra fjögurra í tuttugu manna hópnum sem hvíla í þessum fyrsta leik en hinir eru Magnús Óli Magnússon, Kristján Örn Kristjánsson og Kári Kristján Kristjánsson.

Hópurinn er þannig skipaður í kvöld:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Kolding 33/1
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 19/1

Útispilarar:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 73/180
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 20/31
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad 125/232
Elvar Örn Jónsson, Skjern 37/103
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg 26/33
Janus Daði Smárason, Göppingen 48/69
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 182/719
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg 49/133
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 13/26
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer 116/338
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 30/55
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen 54/69
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 7/7
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 44/20

Þeir leikmenn sem hvíla eru:

Björgvin Páll Gústavsson, Haukum 231/13
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 146/178
Magnús Óli Magnússon, Val 6/6
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 8/14

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert