Lífleg setningarathöfn í Kaíró – án áhorfenda

Starfsfólk HM fjarlægir lausan dúk af gólfinu fyrir upphafsleik Egypta …
Starfsfólk HM fjarlægir lausan dúk af gólfinu fyrir upphafsleik Egypta og Sílebúa. AFP

Heimsmeistaramót karla í handknattleik var sett í Kaíró í gær en setningarathöfn fór fram fyrir upphafsleik mótsins á milli Egypta og Sílebúa í aðalkeppnishöll mótsins, Innanhússleikvangi Kaíró, eins og þýða má nafn hennar á einfaldan hátt.

Engir áhorfendur eru leyfðir á þessu heimsmeistaramóti, af skiljanlegum ástæðum, og það setti að sjálfsögðu svip sinn á þessa setningarathöfn en ekkert var slegið af í henni þrátt fyrir það og lífleg dans- og söngvaatriði voru í forgrunni. Þá setti forseti Egyptalands mótið og Hassan Moustafa, hinn egypski forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, flutti stutt ávarp.

Egyptaland vann Síle örugglega, 35:29, í upphafsleiknum sem var eini leikurinn í gær en mótið fer síðan á fullan snúning í dag með sjö leikjum og á morgun eru síðustu átta leikirnir í fyrstu umferð riðlakeppninnar. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá setningarhátíðinni:

Egypski söngvarinn Tamer Hosni lék listir sínar ásamt dönsurum á …
Egypski söngvarinn Tamer Hosni lék listir sínar ásamt dönsurum á gólfi keppnishallarinnar í Kaíró. AFP
Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, flutti ræðu og setti 27. …
Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, flutti ræðu og setti 27. heimsmeistaramótið. AFP
Dansarar leika listir sínar á setningarhátíð mótsins.
Dansarar leika listir sínar á setningarhátíð mótsins. AFP
Dansarar á fullri ferð í líflegu atriði á setningarathöfninni í …
Dansarar á fullri ferð í líflegu atriði á setningarathöfninni í gær. AFP
Eitt af dansatriðum setningarhátíðarinnar.
Eitt af dansatriðum setningarhátíðarinnar. AFP
Starfsfólk mótsins fjarlægir dúkinn af keppnisgólfinu eftir setningarathöfnina.
Starfsfólk mótsins fjarlægir dúkinn af keppnisgólfinu eftir setningarathöfnina. AFP
Áhorfendur voru reyndar til staðar á áhorfendalausu mótinu í gær …
Áhorfendur voru reyndar til staðar á áhorfendalausu mótinu í gær en talið er að allt að eitt þúsund manns hafi séð leik Egyptalands og Síle þrátt fyrir bannið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert