Tveir Slóvenar smitaðir við komuna til Egyptalands

Slóvenar fagna sigri í leik á stórmóti.
Slóvenar fagna sigri í leik á stórmóti. AFP

Kórónuveirusmit er komið upp í herbúðum Slóvena, sem leika í dag fyrsta leik sinn á heimsmeistaramóti karla í handknattleik.

Fréttamaður TV2 í Danmörku segir að Urh Kastelic og Tilen Kodrid hafi greinst með veiruna þegar þeir fóru í skimun á flugvellinum í Kaíró og þeir þurfa þar með að fara í einangrun.

Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur á viðureign Slóvena og Suður-Kóreu sem á að hefjast klukkan 17 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert