Engin smit í íslenska hópnum

Íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Portúgal í gærkvöld.
Íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Portúgal í gærkvöld. AFP

Engin smit greindust í hópi leikmanna og starfsmanna íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem nú er á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, en allur hópurinn fór í skimun í gærkvöld.

Þetta kemur fram á handbolti.is og þar segir að HSÍ hafi fengið niðurstöðuna fyrir stundu. Um hafi verið að ræða PCR-próf þar sem sýni eru  tekin úr hálsi og nefi.

Þá kemur fram að frá og með morgundeginum verði reglum varðandi skimun breytt og þær hertar verulega. Framvegis verða leikmenn, þjálfarar og allir starfsmenn liðanna að fara í PCR-test einu sinni á sólarhring. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert