Katar fyrst á blað í riðli Dags

Katar hafði betur gegn Angóla í dag.
Katar hafði betur gegn Angóla í dag. Ljósmynd/IHF

Katar er komið á blað á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir 30:25-sigur á Angóla í C-riðli í Egyptalandi í dag. 

Eftir jafnan fyrri hálfleik var staðan í hálfleik 14:13, Katar í vil. Katar skoraði þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og tókst Angóla ekki að jafna eftir það.

Katar: Ahmad Madadi 8, Allaedine Berrached 7, Frankis Marzo 7, Marwan Sassi 2, Mahmoud Hassaballa 2, Yassine Sami 2, Amor Dhiab 1, Mustafa Alkrad 1.

Angóla: Adelino Anderson 6, Jaroslav Catraio  5, Otiniel A. Cachacha 5, Adilson Bruno  4, Manuel Antonio Domingos 2, Claudio A. Patricio 1, Elias Antonio 1, Mario De Jesus  1.

Ásamt Katar og Angóla er Króatía einnig í riðlinum, sem og lærisveinar Dags Sigurðssonar í Japan, en Króatía og Japan mætast í leik sem byrjar klukkan 17. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert