Lærisveinar Halldórs lágu gegn heimsmeisturunum

Mathias Gidsel lék afa vel fyrir Dani.
Mathias Gidsel lék afa vel fyrir Dani. AFP

Heimsmeistarar Dana í handbolta fara vel af stað í titilvörn sinni en þeir unnu öruggan 34:20-sigur á Barein í D-riðli á HM karla í dag. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari Barein og var hann að stýra liði í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti.

Danir voru betri frá fyrstu mínútu og var staðan í hálfleik 19:10. Danir héldu áfram að bæta í forskotið og var staðan 30:16 þegar skammt var eftir og sigur Dana öruggur.

Danmörk: Mathias Gidsel 10, Mikkel Hansen 4, Jacob T. Holm 3, Magnus Landin Jacobsen 3, Lasse J. Svan 3, Anders Zachariassen 2, Lasse B. Andersson 2, Simon Hald Jensen 2, Johan P. Hansen 2, Magnus Saugstrup Jensen 2, Mads Mensah Larsen 1.

Barein: Mohamed Ahmed 8, Komail Mahfoodh 2, Husain Alsayyad 2, Mahdi Saad 2, Ali Salman 1, Ahmed Fadhul 1, Qasim Qambar 1, Ali Merza 1, Mohamed Habib 1, Hasan Alsamahiji 1.

Í B-riðli hafði Pólland betur gegn Túnis eftir hörkuleik, 30:28, en þessi lið eru í riðli með Brasilíu og Spáni sem gerðu jafntefli í dag.

Túnis: Mosbah Sanai 9, Mohamed Amine Darmoul 6, Jihed Jaballah 5, Issam Rzig 2, Yousef Maaref 2, Khaled Haj Youssef 1, Skander Zaied 1, Ghassen Toumi 1, Ramzi Majdoub 1.

Pólland: Arkadiusz Moryto 11, Przemyslaw Krajewski 5, Maciej Gebala 4, Rafal Przybylski 3, Szymon Sicko 3, Maciej Pilitowski 1, Michal Daszek 1, Tomasz Gebala 1, Michal Olejniczak 1.

Ungverjaland vann þægilegan sigur á Grænhöfðaeyjum sem léku sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti, 34:27.  Þýskaland vann Úrúgvæ í sama riðli í dag.

Ungverjaland: Gabor Ancsin 7, Peter Hornyak 4, Stefan Sunajko 4, Zsolt Balogh 4, Bence Banhidi 4, Bence Nagy 4, Matyas Gyori 2, Egon Hanusz 1, Mate Lekai 1, Zoltan Szita 1, Adrian Sipos 1, Petar Topic 1.

Grænhöfðaeyjar: Leandro Semedo 6, Gualther Furtado 5, Admilson Estaliny Furtado 5, Paulo Moreno 3, Delcio Pina 2, Edmilson Araujo 2, Alexandre Pereira 2, Felisberto Landim 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert