Smit í danska landsliðshópnum á HM

Danir eru ríkjandi heimsmeistarar.
Danir eru ríkjandi heimsmeistarar. AFP

Einn leikmaður danska karlalandsliðsins í handknattleik hefur greinst með kórónuveirusmit en Danir hefja titilvörnina á heimsmeistaramótinu gegn Halldóri Jóhanni Sigfússyni og hans mönnum frá Barein í Egyptalandi í kvöld.

Það er nýliðinn og hornamaðurinn Emil Jakobsen sem reyndist bera smit. Morten Henriksen, íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, sagði við Danmarks Radio að Jakobsen hefði áður fengið veiruna.

„Okkur þykir þetta leitt, Emils vegna. Við höfum búið okkur vel undir það að þetta gæti komið upp og fylgjum eftir okkar eigin reglum og reglum IHF, og það þýðir að við förum með alla í skimum í dag og aftur á morgun," sagði Henriksen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert