Bjarki valinn maður leiksins

Bjarki Már Elísson með viðurkenninguna eftir leikinn í kvöld.
Bjarki Már Elísson með viðurkenninguna eftir leikinn í kvöld. AFP

Bjarki Már Elísson var útnefndur maður leiksins hjá íslenska landsliðinu í kvöld af mótshöldurum eftir stórsigurinn gegn Alsír, 39:24, á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi.

Bjarki skoraði tólf mörk úr þrettán skotum í leiknum og þar af níu í fyrri hálfleiknum en hann kom lítið við sögu í þeim síðari.

mbl.is