Portúgal áfram eftir stórsigur á Marokkó

Miguel Martins skýtur að marki Marokkó í kvöld.
Miguel Martins skýtur að marki Marokkó í kvöld. AFP

Portúgal tryggði sér sæti í milliriðli á HM karla í handbolta í Egyptalandi með 33:20-stórsigri á Marokkó í F-riðli Íslands í kvöld.

Marokkó byrjaði með miklum látum og komst í 7:2 snemma leiks en Portúgalar svöruðu og var staðan í hálfleik 12:12.

Seinni hálfleikurinn byrjaði á 11:1-kafla hjá Portúgal og voru úrslitin ekki í hættu eftir það. Marokkó er án stiga eftir tap fyrir Alsír í fyrsta leik en Portúgal er með fullt hús stiga eftir sigur á Íslandi í fyrsta leik.

Marokkó: Amine Harchaoui 5, Nabil Slassi 4, Mohamed Amine 4, Rezzouki Reida 4, Mohammed Ezzine 2, Mohamed Zaroili 1.

Portúgal: Pedro Portela 9, Diogo Branquinho 5, Miguel Martins 5, Victor Iturriza 5, Andre Gomes 2, Antonio Areia 1, Belone Moreira 1, Fabio Magalhaes 1, Luis Frade 1, Leonel Fernandes 1, Rui Silva 1, Gilberto Duarte 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert