Króatía og Argentína áfram - Halldór tapaði aftur

Hasan Alfardan línumaður Barrein reynir að koma boltanum framhjá Argentínumanninum …
Hasan Alfardan línumaður Barrein reynir að koma boltanum framhjá Argentínumanninum Guillermo Fischer. AFP

Króatía og Argentína eru komin í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Egyptalandi eftir sigra í dag.

Króatía er komin í milliriðil eftir sigur á Angóla, 28:20, í C-riðlinum eftir að hafa verið í talsverðu basli með Afríkumennina lengi vel. Staðan var 12:11 í hálfleik, Króötum í vil. Katar með 4 stig og Króatía með 3 fara áfram en Japan með eitt stig og Angóla eiga fyrir höndum hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli.

Angóla: Edvaldo L. Da Silva 4, Gabriel Massuca 3, Manuel Antonio Domingos 3, Adilson Bruno Celestino 2, Mario De Jesus  2, Adelino Anderson 2, Elias Antonio 1, Otiniel A. Cachacha 1, Claudio A. Patricio  1, Rome Antonio Diogo 1.

Króatía: Ivan Cupic 6, Ivan Martinovic 5, Marino Maric 4, Marko Mamic 4, Ilija Brozovic 2, Manuel Strlek 2, Zlatko Horvat 1, Halil Jaganjac 1, David Mandic 1, Luka Sebetic 1, Janko Kevic 1.

Argentína er komin í milliriðil eftir sigur á Halldóri Jóhanni Sigfússyni og hans mönnum í Barein, 24:21, í D-riðlinum. Argentína er með 4 stig en Barein er án stiga og mætir Kongó í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli. Danmörk og Kongó eiga reyndar eftir að mætast í kvöld.

Argentína: Federico Pizarro 6, Lucas Dario Moscariello 5, Federico Gaston  4, Sebastian Alejandro Simonet 3, Santiago Baronetto 2, Ramiro Martinez 1, Gaston Alberto Mourino 1, Pedro Martinez 1, Pablo Vainstein 1.

Barein: Mohamed Ahmed 5, Ahmed Almaqabi 4, Ahmed Fadhul 3, Mohamed Merza 2, Ali Merza 2, Mahdi Saad 2, Qasim Qambar 1, Husain Alsayyad 1, Hasan Alsamahiji 1.

Túnis og Brasilía skildu jöfn, 32:32, í spennuleik í B-riðli þar sem Brasilíumenn skoruðu tvö síðustu mörkin á lokamínútunni. Riðillinn er galopinn en fyrir leik Póllands og Spánar í kvöld eru Pólland og Brasilía með 2 stig en Spánn og Túnis með eitt stig hvort.

Túnis: Mohamed Amine Darmoul 9, Issam Rzig 7, Ghassen Toumi 4, Yousef Maaref 4, Mosbah Sanai 3, Jihed Jaballah 2, Anouar Ben Abdallah 2, Mohamed Soussi 1.

Brasilía: Rudolph Hackbarth 6, Haniel Langaro 6, Henrique Teixeira 5, Gustavo Rodrigues 5, Guilherme Torriani 5, Vinicius Teixeira 2, Jose Toledo 1, Rangel Da Rosa 1, Joao Silva 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert