Frakkland og Portúgal með fullt hús í Íslandsriðilinn

Frakkinn Jean-Jacques Acquevillo stekkur upp fyrir framan þétta vörn Svisslendinga …
Frakkinn Jean-Jacques Acquevillo stekkur upp fyrir framan þétta vörn Svisslendinga í leiknum í kvöld. AFP

Frakkar og Portúgalar fara með fullt hús stiga í milliriðil númer þrjú á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Egyptalandi eftir sigurleiki í lokaumferðum E- og F-riðlanna sem var að ljúka.

Portúgalar voru í nokkru basli með Alsír lengi vel en sigruðu að lokum 26:19 eftir að staðan var 14:9 í hálfleik. Portúgal fékk því sex stig í riðlinum, Ísland og Alsír eru með tvö stig og Marokkó ekkert en Ísland og Marokkó mætast kl. 19.30 í síðasta leik riðilsins.

Portúgal: Pedro Portela 4, Belone Moreira 3, Alexandre Cavalcanti 3, Leonel Fernandes 3, Alexis Borges 3, Miguel Martins 2, Diogo Branquinho 2, Antonio Areia 2, Victor Iturriza 2, Fabio Magalhaes 1, Gilberto Duarte 1.

Alsír: Messaoud Berkous 7, Abdi Ayoub 5, Zohir Naim 3, Daoud Hichem 2, Moustapha Hadj Sadok 2.

Frakkar lentu í miklum vandræðum með Svisslendinga og leikurinn var jafn allan tímann. Staðan var 14:14 í hálfleik en Frakkar mörðu að lokum sigur, 25:24.

Frakkar fengu því sex stig en Noregur og Sviss eru með tvö stig og Austurríkismenn ekkert. Noregur og Austurríki mætast klukkan 19.30 í síðasta leik riðilsins.

Frakkland: Kentin Mahe 7, Dika Mem 4, Luc Abalo 3, Hugo Descat 3, Melvyn Richardson 2, Luka Karabatic 2, Nedim Remili 1, Valentin Porte 1, Ludovic Fabregas 1, Romain Lagarde 1.

Sviss: Andy Schmid 10, Roman Sidorowicz 5, Alen Milosevic 4, Cedrie Tynowski 2, Marvin Lier 2, Nicolas Raemy 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert