Leikið snemma dags gegn Svisslendingum

Marvin Lier og félagar frá Sviss verða fyrstu andstæðingar Íslands …
Marvin Lier og félagar frá Sviss verða fyrstu andstæðingar Íslands í milliriðlinum á miðvikudaginn. AFP

Leikur Íslands og Sviss í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik á miðvikudaginn verður fyrsti leikur dagsins í milliriðli þrjú.

Hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma, eða 16.30 að staðartíma í Egyptalandi.

Hinir  tveir leikirnir, gegn Frakklandi á föstudag og gegn Noregi á sunnudag, hefjast klukkan 17 að íslenskum tíma.

mbl.is