Svíar í góðri stöðu eftir sætan sigur

Max Darj og Jim Gottfridsson hjálpa Yehia Elderaa á fætur …
Max Darj og Jim Gottfridsson hjálpa Yehia Elderaa á fætur í leiknum í dag en vörn Svía var öflug í leiknum. AFP

Svíar lögðu gestgjafana Egypta að velli í G-riðli á HM karla í handknattleik í dag 24:23 og fara með fjögur stig í milliriðil. 

Leikurinn var mjög spennandi og Egyptar fengu síðustu sóknina í leiknum. Þeir gátu því náð stigi og áttu nokkrar skotilraunir í síðustu sókninni sem ekki skiluðu markinu sem þurfti. 

Svíar fara með 4 stig, Egyptar 2 og Norður-Makedónía fer í milliriðil án stiga.

Í sama milliriðli er Rússland með 3 stig, Slóvenía 2 stig og Hvíta-Rússland 1 stig. 

Svíþjóð: Linus Persson 8, Hampus Wanne 5, Jim Gottfridsson 3, Jonathan Carlsbogard 3, Max Darj 3, Lukas Sandell 1, Daniel Pettersson 1.

Egyptaland: Mohammad Sanad 8, Yahia Omar 6, Mohamed Mamdouh 4, Yehia Elderaa 2, Ahmed Elahmar 1, Ali Zein 1, Ahmed Hesham 1.

Slóvenía vann rétt í þessu Hvíta-Rússland 29:25 en Slóvenar léku um verðlaun á EM í fyrra og höfnuðu í 4. sæti. 

Fleiri lið keppa í lokakeppni HM en áður eins og fram hefur komið og nú eru fjórir milliriðlar í stað tveggja áður. Tvö efstu lið í milliriðlum fara í 8-liða úrslit og þar tekur við útsláttarkeppni. 

Slóvenía: Blaz Janc 8, Jure Dolenec 7, Matej Gaber 3, Stas Skube 2, Blaz Blagotinsek 2, Borut Mackovsek 2, Dean Bombac 2, Miha Zarabec 2, Darko Cingesar 1.

Hvíta-Rússland: Artsem Karalek 7, Uladzislau Kulesh 4, Aleh Astrashapkin 4, Mikita Vailupau 3, Vadim Gayduchenko 3, Artsiom Kulak 2, Andrei Yurynok 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert