Dagur og Japan í milliriðla

Dagur Sigurðsson er komin í milliriðla á HM með Japan.
Dagur Sigurðsson er komin í milliriðla á HM með Japan. AFP

Dagur Sigurðsson stýrði í dag Japan til 30:29-sigurs á Angóla í C-riðli á HM karla í handbolta í Egyptalandi. Sigurinn nægði Japan til að fara í milliriðla þar sem liðið byrjar með eitt stig eftir jafnteflið magnaða gegn Króatíu í fyrsta leik. 

Japan var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 16:12. Angóla beit frá sér í seinni hálfleik og í stöðunni 27:25, Japan í vil, skoraði Angóla þrjú mörk í röð og komst yfir, 28:27. Japan skoraði hins vegar næstu þrjú mörk og tryggði sér sæti í milliriðli. 

Í milliriðlum mæta Dagur og lærisveinar hans Danmörku, Argentínu og síðan annað hvort Barein eða Lýðveldinu Kongó en Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari Barein. 

Japan: Jin Watanabe 7, Hiroki Motoki 5, Tatsuki Yoshino 4, Remi Anri Doi 4, Yuto Agarie 4, Shinnosuke Tokuda 1, Hiroyasu Tamakawa 1, Shuichi Yoshida 1, Rennosuke Tokuda 1, Kotaro Mizumachi 1, Kenya Kasahara 1.

Angóla: Mario De Jesus Ntida 6, Edvaldo L. Da Silva  4, Gabriel Massuca Teca 4, Manuel Antonio Domingos 4, Elias Antonio 3, Jaroslav Catraio Joao 2, Claudio A. Patricio 2, Edgar Emanuel M Abreu 1, Mayomona Antonio Panzo 1, Feliciano Nunes Couveiro 1, Adilson Bruno Celestino 1.

mbl.is