Halldór fjórði íslenski þjálfarinn í milliriðla

Halldór Jóhann Sigfússon kemur skilaboðum áleiðis í dag.
Halldór Jóhann Sigfússon kemur skilaboðum áleiðis í dag. AFP

Barein tryggði sér í kvöld sæti í millriðlum á HM karla í handbolta í Egyptalandi með 34:27-sigri á Kongó í D-riðli. Með sigrinum tryggði Barein sér þriðja sæti riðilsins og sæti í milliriðli 2 þar sem liðið mætir Katar, Króatíu og Japan, en Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.

Barein var yfir nánast allan tímann og var staðan í hálfleik 14:12. Staðan var 29:26 þegar skammt var eftir en Barein skoraði fimm af síðustu sex mörkunum og tryggði sér að lokum öruggan sigur.

Barein: Husain Alsayyad 9, Ali Eid 5, Mohamed Ahmed 5, Mahdi Saad 4, Komail Mahfoodh 4, Ahmed Fadhul 3, Mohamed Merza 2, Ali Salman 1, Ali Merza 1.

Kongó: Johan Kiangebeni 6, Gauthier Mvumbi  5, Frederic Beauregard  4, Adam Ngando  2, Steeven Corneil 2, Olivier Botetsi 2, Andre Ngoulou 1, Baudric Eyanga 1, Aurelien Tchitombi 1, Audray Tuzolana 1, Jacques Kinzonzolo 1, Christian Yahoza 1.

Spánn tryggði sér efsta sæti B-riðils með 36:30-sigri á Túnis sem er fallið úr leik. Spánverjar unnu tvo leiki í riðlinum og fara með þrjú stig í milliriðil. Spánn mætir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi, Ungverjalandi og Úrúgvæ í milliriðli.

Spánn: Angel Fernandez Perez 10, Ruben Marchan 5, Daniel Dujshebaev 4, Adrian Figueras 3, Alex Dujshebaev 3, Ferran Sole 2, Jorge Maqueda Peno 2, Aleix Gomez  2, Gedeon Guardiola  2, Raul Entrerrios 2, Viran Morros  1.

Túnis: Mohamed Amine 8, Jihed Jaballah 5, Ghassen Toumi 5, Mosbah Sanai 3, Yousef Maaref 3, Issam Rzig 3, Skander Zaied 2, Anouar Ben Abdallah 1.

Þá tryggði Króatía sér efsta sæti C-riðils með 26:24-sigri á Katar. Króatar fara sömuleiðis með þrjú stig í milliriðil en Katar tvö. Króatía og Katar mæta Danmörku, Argentínu og Barein í milliriðli.

Króatía: Manuel Strlek 6, Marko Mamic 5, Marino Maric 5, Zlatko Horvat 3, Ivan Martinovic 3, Ivan Cupic 2, Zeljko Musa 1, Domagoj Duvnjak 1.

Katar: Frankis Marzo 7, Youssef Ali 4, Ahmad Madadi 4, Ameen Zakkar 4, Allaedine Berrached 3, Mahmoud Hassaballa 1, Yassine Sami 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert