Lítið heyrst eftir að Baumgartner var upp á sitt besta

Leikmenn Sviss fagna marki á HM í Egyptalandi. Þeir hafa …
Leikmenn Sviss fagna marki á HM í Egyptalandi. Þeir hafa aftur eignast frambærilegt lið. AFP

Einhverjir kættust yfir því að Ísland ætti alla vega einn léttan leik fyrir höndum í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta.

Svisslendingar komu inn í lokakeppnina á allra síðustu stundu og mættu á leikstað nokkrum tímum fyrir sinn fyrsta leik eftir að Bandaríkin þurftu að draga sig úr keppni.

En þeir unnu granna sína frá Austurríki, stóðu ágætlega í silfurliði síðasta HM, Noregi, og í gærkvöld munaði engu að Svisslendingar tækju stig af Frökkum.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fór örugglega beint að skoða þann leik eftir að leik Íslands og Marokkó lauk í gærkvöld enda er sigur gegn Sviss annað kvöld algjörlega nauðsynlegur til þess að íslenska liðið eigi einhverja möguleika á að ógna Frökkum og Norðmönnum í baráttu um sæti í átta liða úrslitum mótsins.

Lítið hefur heyrst af afrekum Svisslendinga um árabil en þeir áttu harðsnúið lið á árum áður með stórskyttuna Marc Baumgartner í broddi fylkingar. 

Bakvörð Víðis í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert