Frakkar sluppu með skrekkinn gegn Alsír

Melvyn Richardson reynir að komast framhjá Alsírbúanum Daoud Hichem í …
Melvyn Richardson reynir að komast framhjá Alsírbúanum Daoud Hichem í leiknum í kvöld. AFP

Frakkar lentu í óvæntum og miklum vandræðum með Alsírbúa á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Egyptalandi í kvöld en náðu að merja sigur eftir mikinn barning.

Lokatölur urðu 29:26 eftir að Alsírbúar komust í 9:6 í fyrri hálfleik en Frakkar voru yfir 16:14 í hálfleik. Þeir náðu aldrei að hrista sína gömlu nýlendu af sér en náðu að komast í 28:26 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og gerðu lokamarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok.

Frakkar eru þá með sex stig í milliriðli þrjú, Portúgal er með 4 stig, Ísland, Noregur og Sviss tvö stig en Alsír ekkert. Norðmenn og Portúgalar mætast í lykilleik í riðlinum klukkan 19.30.

Frakkland: Dika Mem 4, Ludovic Fabregas 4, Kentin Mahe 4, Nicolas Tournat 3, Nedim Remili 3, Valentin Porte 3, Melvyn Richardson 2, Jean Jacques Acquevillo 2, Luc Abalo 1, Michael Guigou 1, Adrien Dipanda 1, Luka Karabatic 1.

Alsír: Messaoud Berkous 7, Abdi Ayoub 6, Daoud Hichem 3, Reda Arib 3, Redouane Saker 1, Hichem Kaabeche 1, Rahim Abdelkader 1, Sofiane Bendjilali 1, Oussem Boudjenah 1, Moustapha Hadj Sadok 1, Zohir Naim 1.

Egyptar unnu öruggan sigur á Rússum í milliriðli fjögur en þeir sigruðu 28:23 eftir að hafa náð yfirburðastöðu í fyrri hálfleik, 15:8.

Þetta er fyrsta tap Rússa á mótinu en þeir fóru í milliriðilinn með þrjú stig. Egyptar eru hinsvegar komnir með fjögur stig eftir þennan sigur. Slóvenar eru með fjögur stig eins og Svíara en Hvít-Rússar eru með eitt stig og Norður-Makedónía ekkert. Svíþjóð og Hvíta-Rússland mætast kl. 19.30 í kvöld.

Rússland: Sergei Mark Kosorotov 8, Dmitrii Zhitnikov 4, Pavel Andreev 4, Aleksandr Kotov 2, Sergei Kudinov 2, Daniil Shishkarev 1, Igor Soroka 1, Denis Vasilev 1.

Egyptaland: Mohamed Mamdouh 7, Ahmed Elahmar 6, Mohammad Sanad 6, Ali Zein 4, Yahia Omar 2, Yehia Elderaa 2, Eslam Hassan 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert