Farinn heim af persónulegum ástæðum

Alexander Petersson er á heimleið.
Alexander Petersson er á heimleið. AFP

Alexander Petersson, landsliðsmaður Íslands í handknattleik, hefur yfirgefið herbúðir íslenska liðsins á HM í Egyptalandi af persónulegum ástæðum.

Þetta staðfesti HSÍ, Handknattleikssamband Íslands, á samfélagsmiðlum sínum í dag en í tilkynningunni segir að Alexander hafi haldið heim á leið eftir leik Íslands og Sviss í milliriðli 3 í borginni 6. október í gær.

Alexander hefur leikið alla fjóra leiki Íslands á mótinu til þessa og skorað í þeim sjö mörk en hann hefur verið algjör lykilmaður í varnarleik liðsins.

HSÍ vill þakka Alexander kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og samveruna frá því að landsliðið kom saman til æfinga 2. janúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningu frá HSÍ.

Alexander mun ganga til liðs við Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið þegar samningur hans við Rhein Neckar-Löwen rennur út en fréttir af því bárust í morgun.

mbl.is