Léttleikann vantaði í sáru tapi gegn Sviss

Það var þungt yfir leikmönnum íslenska liðsins eftir tapið gegn …
Það var þungt yfir leikmönnum íslenska liðsins eftir tapið gegn Sviss. AFP

Ísland mátti sætta sig við tap gegn Sviss á HM karla í Egyptalandi þrátt fyrir að fá einungis á sig 20 mörk. Sviss hafði betur 20:18 og keppni í milliriðli 3 fór því afar illa af stað fyrir íslenska liðið sem á eftir að mæta Frakklandi og Noregi; liðunum sem fengu silfur og brons á HM fyrir tveimur árum.

Tapið er vægast sagt svekkjandi og nú er útlit fyrir að liðið hafni neðarlega í mótinu á íslenskan handboltamælikvarða. Ísland hefur nú tapað fyrir bæði Portúgal og Sviss en í báðum tilfellum mætti segja að þar séu andstæðingarnir svipaðir að getu og Íslendingar um þessar mundir. Sigrar í þessum leikjum hefðu þýtt að stemningin hefði verið mikil hjá liðinu þegar komið væri í erfiðu leikina gegn Frakklandi og Noregi þar sem Ísland er án vafa litla liðið í ljósi þess hvernig liðunum hefur gengið á síðustu árum.

Leikurinn í gær var einkennilegur á margan hátt. Þrátt fyrir að íslenska liðið væri í miklu basli með að koma boltanum í netið hjá Sviss var möguleikinn á sigri samt fyrir hendi þar til á lokamínútunni. Íslenska liðið fór oft illa með marktækifærin þegar liðið átti þess kost að jafna. En það hafðist þó og Ísland var yfir 15:14 á 46. mínútu og 17:16 á 55. mínútu. Þrátt fyrir að frammistaðan í sókninni væri slök gerði gangur leiksins það að verkum að maður bjóst alveg eins við íslenskum sigri. Gamla góða íslenska seiglan var ekki til staðar á lokakaflanum þótt baráttuviljinn væri fyrir hendi.

Tvö víti fóru forgörðum

Í handknattleik nútímans, þar sem liðin kjósa gjarna að keyra upp hraðann og spila stuttar sóknir, eru lokatölur sem þessar sjaldgæfar. Tapið er enn súrara fyrir íslensku leikmennina í ljósi þess að liðið fékk aðeins á sig 20 mörk. Alla jafna ætti slíkt að duga til sigurs. Vörnin var því góð og Björgvin Páll Gústavsson stóð fyrir sínu fyrir aftan hana.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert