Sex marka spænskur kafli og möguleikar Alfreðs nær engir

Alfreð Gíslason fylgist með sínum mönnum í þýska landsliðinu á …
Alfreð Gíslason fylgist með sínum mönnum í þýska landsliðinu á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Möguleikar Alfreðs Gíslasonar á að komast með þýska landsliðið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Egyptalandi eru nánast að engu orðnir eftir ósigur gegn Spánverjum í hörkuleik í milliriðli eitt í kvöld, 32:28.

Leikurinn var sveiflukenndur því Spánverjar náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik og voru yfir að honum loknum, 16:13. Þjóðverjar sneru því sér í hag og voru komnir í 25:22 en því svöruðu Spánverjar með sex mörkum í röð, 28:25. Þeir hleyptu þýska liðinu ekki of nálægt sér eftir það.

Ungverjar eru með 6 stig á toppi riðilsins, Spánverjar með 5, Pólverjar 4, Þjóðverjar 2, Brasilíumenn eitt en Úrúgvæjar ekkert.

Spánn: Angel Fernandez 6, Ferran Sole Sala 5, Alex Dujshebaev 5, Raul Entrerrios  4, Daniel Dujshebaev 3, Jorge Maqueda Peno 2, Adrian Figueras 2, Daniel Sarmiento 2, Joan Canellas  2, Aleix Gomez 1.

Þýskaland: Timo Kastening 7, Kai Hafner 6, Johannes Golla 4, Marcel Schiller 3, Uwe Gensheimer 3, Philipp Weber 2, Paul Drux 2, Juri Knorr 1.

Dönsku heimsmeistararnir voru ekki í teljandi vandræðum með Katar í milliriðli tvö og sigruðu 32:23 eftir að staðan var 17:12 í hálfleik.

Danir eru nánast öruggir í undanúrslitin en þeir eru með 6 stig, Króatar 5, Argentína 4, Katar 2, Japan eitt og Barein ekkert stig þegar tveimur umferðum er ólokið.

Danmörk: Mikkel Hansen 8, Mathias Gidsel 6, Simon Hald Jensen 5, Lasse J. Svan 4, Magnus Bramming 4, Magnus Landin Jacobsen 3, Mads Mensah Larsen 1, Magnus Saugstrup Jensen 1.

Katar: Frankis Marzo 12, Ameen Zakkar 4, Youssef Ali 3, Houssem Romane 2, Mahmoud Hassaballa 1, Yassine Sami 1.

mbl.is