Portúgalar lögðu Sviss að velli

Portúgalinn öflugi André Gomes reynir að brjóta sér leið í …
Portúgalinn öflugi André Gomes reynir að brjóta sér leið í gegnum þétta vörn Svisslendinga í leiknum í dag. AFP

Portúgalar styrktu stöðu sína verulega í milliriðli þrjú á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Egyptalandi eftir sigur á Svisslendingum í lykilleik í borginni 6. október í dag, 33:29.

Frakkland og Portúgal eru með 6 stig, Noregur 4, Sviss og Ísland 2 stig en Alsír er án stiga. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 en í kvöld mætast síðan Noregur og Alsír.

Portúgal var lengst af með undirtökin í dag, var yfir í hálfleik, 17:15, og hélt forystunni í þeim síðari. Sviss minnkaði muninn þó í 30:29 þegar fjórar mínútur voru eftir en komst ekki nær og Portúgalar gerðu út um leikinn. Ellefu mörk frá hinum snjalla Andy Schmid var ekki nóg fyrir svissneska liðið.

Sviss: Andy Schmid 11, Alen Milosevic 4, Lenny Rubin 4, Cedrie Tynowski 2, Roman Sidorowicz 2, Samuel Rothlisberger 1, Nikola Portner 1, Samuel Zehnder 1, Jonas Schelker 1, Nicolas Raemy 1, Marvin Lier 1.

Portúgal: Victor Iturriza 7, Fabio Magalhaes 6, Diogo Branquinho 3, Miguel Martins 3, Antonio Areia 3, Andre Gomes 3, Pedro Portela 2, Joao Ferraz 2, Rui Silva 2, Daymaro Salina 1, Belone Moreira 1.

Rússar voru ekki í neinum vandræðum með Makedóníu í fyrsta leik dagsins í milliriðli fjögur. Þeir gerðu í raun út um hann í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 19:9. Lokatölur urðu síðan 32:20.

Svíar og Rússar eru með 5 stig í riðli fjögur, Egyptaland 4, Slóvenía 4, Hvíta-Rússland 2 en Makedónía ekkert. Spennan þarna er gríðarleg en Egyptaland og Hvíta-Rússland mætast klukkan 17 og Slóvenía mætir Svíþjóð í algjörum lykilleik klukkan 19.30 í kvöld. Tvö efstu liðin komast í átta liða úrslitin.

Norður-Makedónía: Filip Kuzmanovski 6, Martin Serafimov 4, Nenad Kosteski 2, Zharko Peshevski 2, Darko Georgievski 2, Goran Krstevski 1, Stojanche Stoilov 1, Dimitar Dimitrioski 1, Filip Taleski 1.

Rússland: Igor Soroka 6, Denis Vasilev 4, Dmitry Kornev 4, Roman Ostashchenko 3, Sergei Mark Kosorotov 3, Dmitrii Zhitnikov 3, Azat Valiullin 2, Sergei Kudinov 2, Daniil Shishkarev 2, Pavel Andreev 1, Dmitrii Kiselev 1, Aleksandr Kotov 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert