Enn eitt tapið hjá lærisveinum Halldórs

Halldór Jóhann Sigfússon leiðbeinir sínum mönnum í Barein í leiknum …
Halldór Jóhann Sigfússon leiðbeinir sínum mönnum í Barein í leiknum gegn Katar í dag. AFP

Lærisveinar Halldórs Jóhanns Sigfússonar í Barein þurftu að sætta sig við 23:28 tap gegn Katar í milliriðli tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi í dag.

Barein var þrátt fyrir úrslitin vel inni í leiknum í fyrri hálfleik, enda fór liðið með eins marks forystu í hálfleik, 13:14, sem var jafnframt í fyrsta og eina skiptið í leiknum sem liðið komst yfir.

Í síðari hálfleiknum skoraði Barein fyrsta mark hálfleiksins og komst þar með í tveggja marka forystu, 13:15, Eftir það reyndust liðsmenn Katar of sterkir og skoruðu sex mörk á móti einu og voru þar með komnir í fimm marka forystu. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu og komst liðið mest í sjö marka forystu. Að lokum vann Katar góðan fimm marka sigur, 28:23.

Fyrir leikinn var Barein þegar úr leik og sitja á botni milliriðilsins án stiga. Katar er með fjögur stig að loknum fjórum leikjum en er þrátt fyrir það svo gott sem úr leik þar sem Danmörk og Króatía standa afar vel að vígi í efstu tveimur sætunum og stefna hraðbyri í átta liða úrslitin.

Katar: Rafael Capote 9, Frankis Marzo 8, Allaedine Berrached 3, Yassine Sami 3, Youssef Ali 1, Marwan Sassi 1, Amor Dhiab 1, Mahmoud Hassaballa 1, Ahmad Madadi 1.

Barein: Mohamed Ahmed 5, Komail Mahfoodh 4, Jasim Alsalatna 3, Mohamed Ahmed 3, Ali Merza 2, Ahmed Fadhul 2, Mahdi Saad 2, Hasan Alfardan 1, Mohamed Abdulredha 1.

Spánverjar ekki í vandræðum með Úrúgvæja

Í milliriðli eitt vann Spánn afar öruggan sigur á botnliði Úrúgvæ, 38:23.

Sigurinn var aldrei í hættu og leiddu Spánverjar með 12 mörkum í hálfleik, 24:12. Í síðari hálfleik bættu Spánverjar enn frekar í og unnu að lokum 15 marka sigur,

Með sigrinum tylla Spánverjar sér á topp milliriðilsins, í það minnsta tímabundið, með sjö stig eftir fjóra leiki.

Síðar í dag mætast Pólverjar og Ungverjar, þar sem Pólverjar freista þess að jafna Ungverja að stigum, en fyrir þann leik eru Ungverjar með sex stig og Pólverjar með fjögur stig. Sigri Ungverjar í leiknum í dag tryggja þeir sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Úrúgvæ: Maximo Esteban Cancio 8, Facundo Manuel Liston 6, Diego Morandeira 2, Geronimo Goyoaga 2, Rodrigo Javier Botejara 1, Federico Rubbo 1, Sebastian Geronimo 1, Christian David Rostagno 1, Alejandro Martin Velazco 1.

Spánn: Aitor Arino 8, Ferran Sole 6, Aleix Gomez 5, Jorge Maqueda 4, Ruben Marchan Criado 3, Adrian Figueras Trejo 3, Daniel Dujshebaev 2, Joan Canellas 2, Iosu Goni Leoz 2, Gedeon Guardiola 1, Daniel Sarmiento Melian 1, Alex Dujshebaev 1.

Hornamaðurinn Aleix Gomez Abello skorar fyrir Spán í stórsigrinum gegn …
Hornamaðurinn Aleix Gomez Abello skorar fyrir Spán í stórsigrinum gegn Úrúgvæ í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert