Frakkland og Noregur áfram úr riðli Íslands

Hugo Descat skoraði átta mörk fyrir Frakka og fagnar hér …
Hugo Descat skoraði átta mörk fyrir Frakka og fagnar hér í leiknum í kvöld. AFP

Frakkar og Norðmenn leika til fjórðungsúrslita á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir að hafa unnið sigra í leikjum sínum í milliriðli í dag. Þetta varð endanlega ljóst er Frakkland vann 32:23-sigur á Portúgal í lokaleik kvöldsins.

Frakkar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12, og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik. Hugo Descat var markahæstur með átta mörk en eftir að Portúgal minnkaði muninn í 19:16 um miðbik síðari hálfleiks kom 8:2-kafli Frakka sem svo gott sem gerði út um leikinn.

Portúgal: Miguel Martins 6, Andre Gomes 4, Alexandre Cavalcanti 3, Diogo Branquinho 3, Victor Iturriza 2, Alexis Borges 2, Fabio Magalhaes 1, Belone Moreira 1, Rui Silva 1.

Frakkland: Hugo Descat 8, Dika Mem 5, Timothey N’Guessan 5, Melvyn Richardson 3, Romain Lagarde 3, Michael Guigou 3, Nedim Remili 2, Nicolas Tournat 1, Ludovic Fabregas 1, Kentin Mahe 1.

Þá vann Svíþjóð 34:20-sigur á Rússlandi í milliriðli fjögur og eru Svíar því einnig komnir áfram en þeim hefði dugað jafntefli. Þeir fara áfram úr riðlinum með heimamönnum í Egyptalandi.

Rússland: Aleksandr Kotov 5, Pavel Andreev 3, Denis Vasilev 3, Igor Soroka 2, Dmitrii Kiselev 2, Roman Ostashchenko 1, Daniil Shishkarev 1, Dmitrii Zhitnikov 1, Aleksandr Ermakov 1, Dmitry Kornev 1.

Svíþjóð: Lucas Pellas 8, Hampus Wanne 6, Jonathan Carlsbogard 3, Jim Gottfridsson 3, Albin Lagergren 3, Lukas Sandell 2, Daniel Pettersson 2, Felix Claar 2, Alfred Jonsson 2, Valter Chrintz 1, Anton Lindskog 1, Max Darj 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert