Allt í lausu lofti í Egyptalandi

Leikmenn Katar fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Leikmenn Katar fögnuðu vel og innilega í leikslok. AFP

Katar vann afar dramatískan eins marks sigur gegn Argentínu þegar liðin mættust í milliriðli 2 á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í handknattleik í Kaíró í dag.

Leiknum lauk með 26:25-sigri Katar en Argentína leiddi með einu marki í hálfleik, 13:12. Argentína var svo yfir nánast allan síðari hálfleikinn eða allt þangað til tíu mínútur voru til leiksloka þegar Katar seig fram úr.

Katar er með sex stig í öðru sæti milliriðils 2, líkt og Argentína, en Katar er með betri innbyrðisviðureign á Argentínu og er því á leið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins eins og sakir standa.

Það gæti hins vegar breyst hratt eftir leik Danmerkur og Króatíu síðar í kvöld en Danir eru í efsta sæti milliriðils 2 og öruggir áfram í átta liða úrslitin.

Ef Danir leggja Króata að velli fer Katar því áfram en ef Danir og Króatar gera jafntefli fer Argentína áfram. Ef Króatar vinna Dani þá fara Króatar áfram og því allt í lausu lofti í milliriðli 2.

Argentína: Federico Pizarro 7, Lucas Dario Moscariello 6, Santiago Baronetto 4, Sebastian Alejandro Simonet 4, Diego Esteban Simonet 2, Ignacio Pizarro 2.

Katar: Frankis Marzo 8, Ahmad Madadi 6, Rafael Capote 6.

Þá mættust Spánn og Ungverjalandi í milliriðli 1 í nýju höfuðborg Egyptalands en bæði lið voru komin áfram í átta liða úrslitin fyrir leik dagsins. Spánn vann öruggan sigur, 36:28, en spænska liðið leiddi 21:14 í hálfleik og endar í efsta sæti riðilsins með 9 stig. 

Spánverjar mæta Noregi í átta liða úrslitum en Ungverjar mæta Frökkum.

Spánn: Ferran Sole Sala 8, Aleix Gomez Abello 7, Jorge Maqueda Peno 4, Angel Fernandez Perez 3, Ruben Marchan Criado 3, Raul Entrerrios Rodriguez 2, Aitor Arino Bengoechea 2, Joan Canellas Reixach 2, Gedeon Guardiola Villaplana 2, Adrian Figueras Trejo 1, Daniel Dujshebaev 1, Daniel Sarmiento Melian 1.

Ungverjaland: Zsolt Balogh 5, Matyas Gyori 5, Gabor Ancsin 4, Stefan Sunajko 4, Miklos Rosta 2, Bence Nagy 2, Zoltan Szita 2, Dominik Mathe 1, Egon Hanusz 1, Peter Hornyak 1, Petar Topic 1.

Spánverjar áttu ekki í neinum vandræðum með Egypta.
Spánverjar áttu ekki í neinum vandræðum með Egypta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert