Svekkjandi í Egyptalandi

Sander Sagosen var illviðráðanlegur í gær en hér reynir Ýmir …
Sander Sagosen var illviðráðanlegur í gær en hér reynir Ýmir Örn Gíslason að stöðva hann. AFP

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lauk keppni á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þegar liðið mætti Noregi í milliriðli þrjú í borginni 6. október í gær.

Ekki er hægt að fyllyrða í hvaða sæti Ísland lendir á mótinu fyrr en keppni í milliriðlum lýkur en það er ljóst að liðið mun enda í 18.-20. sæti sem er versti árangur íslenska landsliðsins á HM frá upphafi.

Fyrir HM 2021 í Egyptalandi var versti árangur Ísland á HM 15. sætið í Túnis 2005. Vissulega var liðið án fyrirliðans Arons Pálmarssonar í ár en HM í Egyptalandi hefur ekki verið mót íslenska liðsins.

Þrátt fyrir naum tveggja marka töp í öllum tapleikjum sínum á mótinu var liðið einfaldlega ekki nægilega sannfærandi í leikjum sínum gegn bæði Portúgal og Sviss.

Þessir tveir leikir voru algjörir úrslitaleikir fyrir íslenska liðið og liðið náði sér aldrei á strik sóknarlega gegn þessum andstæðingum.

Einu sigurleikir Íslands á mótinu komu gegn Alsír og Marokkó en Ísland tapaði öllum leikjum sínum í milliriðli heimsmeistaramótsins.

Íslenska liðið lék pressulaust í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu og gaf Frökkum og Norðmönnum hörkuleiki en það dugði ekki til. HM í Egyptalandi var svekkjandi á margan hátt en margir framtíðarleikmenn liðsins öðluðust dýrmæta reynslu sem mun vonandi fleyta þeim langt á komandi stórmótum með landsliðinu.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »