Frakkar áfram eftir framlengingu

Dika Mem fagnar marki fyrir Frakka í kvöld.
Dika Mem fagnar marki fyrir Frakka í kvöld. AFP

Frakkar urðu fjórða og síðasta liðið í kvöld til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Egyptalandi þegar þeir sigruðu Ungverja í framlengdum leik.

Ungverjar voru yfir í hálfleik, 14:12, en Frakkar náðu fljótlega undirtökunum eftir hlé. Sigurinn blasti við þeim þegar þrjár mínútur voru eftir og staðan 30:27 en Ungverjar skoruðu þrjú síðustu mörkin og jöfnuðu metin.

Í framlengingunni voru Frakkar sterkari, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og sigruðu þar með, 35;32.

Frakkar mæta Svíum í undanúrslitum á föstudag en Danir mæta Spánverjum.

Frakkland: Michael Guigou 6, Hugo Descat 5, Nedim Remili 4, Romain Lagarde 3, Dika Mem 3, Valentin Porte 3, Nicolas Tournat 3, Timothey N’Guessan 2, Luc Abalo 2, Ludovic Fabregas 2, Luka Karabatic 1, Kentin Mahe 1.

Ungverjaland: Bence Banhidi 6, Mate Lekai 5, Bendeguz Boka 5, Zoltan Szita 4, Dominik Mathe 4, Richard Bodo 3, Miklos Rosta 1, Zsolt Balogh 1, Pedro Rodriguez Alvarez 1, Gabor Ancsin 1, Adrian Sipos 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert