Stórsigur Svía sem eru komnir í undanúrslit

Svíinn Albin Lagergren reynir að brjóta sér leið í gegnum …
Svíinn Albin Lagergren reynir að brjóta sér leið í gegnum vörn Katar í leiknum í kvöld. AFP

Svíar eru komnir í undanúrslitin á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Egyptalandi eftir að hafa slegið Katarbúa út í átta liða úrslitum í kvöld.

Svíar voru basli með Katarbúa framan af en sigu framúr þeim í lok fyrri hálfleiks og komust í 14:10. Eftir það var mótspyrna Persaflóaliðsins úr sögunni, Svíar komust í 25:13 fyrir miðjan síðari hálfleik og innbyrtu auðveldan sigur þegar upp var staðið, 35:23.

Svíar mæta Frökkum eða Ungverjum í undanúrslitum en framlenging í þeim leik er að hefjast þar sem staðan var 30:30 eftir venjulegan leiktíma.

Svíþjóð: Valter Chrintz 8, Lucas Pellas 8, Max Darj 5, Jonathan Carlsbogard 3, Felix Claar 2, Jim Gottfridsson 2, Alfred Jonsson 2, Fredric Pettersson 2, Hampus Wanne 1, Lukas Sandell 1, Daniel Pettersson 1.

Katar: Frankis Marzo 5, Mahmoud Hassaballa 3, Ahmad Madadi 3, Youssef Ali 3, Mustafa Alkrad 2, Amor Dhiab 2, Rafael Capote 2, Yassine Sami 1, Mahmoud Hassaballa 1, Marwan Sassi 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert