Danir mæta Svíum í úrslitum

Mikkel Hansen fór á kostum í kvöld.
Mikkel Hansen fór á kostum í kvöld. AFP

Danir tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum heimsmeistaramóts karla í handbolta í Egyptalandi með 35:33-sigri á Spánverjum. Danir mæta frændum sínum Svíum í úrslitaleik á sunnudaginn kemur. 

Spánverjar fengu gott færi til að jafna í 34:34 í blálokin en Jorge Maqueda skaut í slána í síðustu sókn Spánverja og Lasse Svan gulltryggði danskan sigur hinum megin. 

Danir voru með undirtökin allan leikinn og voru 13:8 yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Spánverjar tóku aðeins við sér fyrir hlé og var staðan í hálfleik 18:16.

Spánverjar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki og Danir fögnuðu sigri. 

Mikkel Hansen átti stórleik fyrir Dani og skoraði 12 mörk. Magnus Saugstrup skoraði sjö. Hjá Spánverjum voru Daniel Dujshebaev og Adriá Figueras markahæstir með sex mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert