Spánverjarnir tóku bronsið

Alex Dujshebaev sækir að franska markinu í dag.
Alex Dujshebaev sækir að franska markinu í dag. AFP

Spánn tryggði sér þriðja sæti á HM karla í handbolta með 35:29-sigri á Frakklandi á bronsleiknum í Egyptalandi í dag. 

Spánverjar voru með undirtökin allan tímann en staðan eftir átta mínútur var 7:2. Frakkar löguðu stöðuna á næstu mínútum en hálfleikstölur voru 16:13. 

Frakkar skoruðu tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í 16:15, en þá tóku Spánverjar við sér og var staðan 26:20 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og tókst Frökkum ekki að jafna eftir það. 

Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Spánverjum og bróðir hans Daniel Dujshebaev skoraði sex. Hugo Descat skoraði sjö mörk fyrir Frakka og þeir Ludovic Fabregas og Nicolas Tournat gerðu fjögur mörk hvor. 

Úrslitaleikur Dana og Svía hefst klukkan 16.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert