Ætla ekki að segja að ég sé bestur

„Þú mátt segja það,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í léttum tón í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall, var valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð þegar félagslið hans Magdeburg fagnaði sigri í deildinni.

„Ég ætla ekki að segja ég sé bestur,“ sagði Ómar Ingi.

„Mér finnst mikilvægara að vinna með liðinu og það segir meira um leikmenn,“ bætti Ómar Ingi við.

Ómar Ingi er í aðalhlutverki í öðrum þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert