Skaut á landsliðsþjálfarann og vitnaði í mbl.is

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands. Ljósmynd/HSÍ

„Gummi á ekkert að vera pæla í því sem er við erum að pæla í,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, á RÚV eftir tap Íslands gegn Þýskalandi í vináttulandsleik í Hannover í dag.

Leiknum lauk með tveggja marka sigri þýska liðsins, 33:31, en Íslands vann vináttulandsleik liðanna í gær, sem fram fór í Bremen, 31:30.

Guðmundur Þórður Guðmundsson mætti í viðtal eftir leikinn hjá RÚV og talaði meðal annars um að umræðan á Íslandi væri í þá átt að íslenska liðið ætti að vinna Þjóðverja.

„Það liggur við að það sé verið að tala um einhverja skyldusigra hérna. Við erum að spila við eina stærstu handboltaþjóð í heimi á útivelli fyrir framan 10.000 áhorfendur og þetta er ekki einfalt verkefni að klára,“ sagði Guðmundur meðal annars.

Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins.
Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það kemur honum ekkert við hvað við erum að pæla hér,“ sagði Ólafur sem var sérfræðingur í HM-stofu RÚV ásamt Loga Geirssyni.

„Gummi á bara að halda sínu striki og línu, hann veit hvað hann getur og liðið. Væntingar á Íslandi eiga ekki að fara inn í gott lið og gott lið á ekkert að vera fylgjast með hvað er í gangi á mbl.is.

Það kemur þeim ekkert við. Þeir eiga bara að halda sínu líkt og við og við megum segja það sem við viljum, sem við munum halda áfram að gera,“ sagði Ólafur meðal annars.

Ólafur Stefánsson og Guðmundur Guðmundsson á Ólympíuleikunum í London árið …
Ólafur Stefánsson og Guðmundur Guðmundsson á Ólympíuleikunum í London árið 2012. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert