Þegar fall reyndist fararheill

Guðmundur Þórður Guðmundsson núverandi landsliðsþjálfari skoraði eftirminnilegt mark á HM …
Guðmundur Þórður Guðmundsson núverandi landsliðsþjálfari skoraði eftirminnilegt mark á HM 1986. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir 37 árum varð ég vitni að einhverri verstu byrjun Íslands á stórmóti í handbolta. Það var á HM í Sviss árið 1986 þegar íslenska liðið steinlá óvænt fyrir sprækum Suður-Kóreubúum með níu mörkum í fyrsta leiknum í Genf.

Kang Jae-won, kóresk skytta sem fáir vissu einhver deili á fyrir mótið, skaut íslenska liðið hreinlega í kaf ásamt léttleikandi samherjum sínum sem komu skemmtilega á óvart í þessari keppni.

Þetta átti að vera létti leikurinn í riðlinum en íslenska liðið svaraði fyrir sig með eftirminnilegum hætti og vann í kjölfarið óvænta baráttusigra á sterkum liðum Tékka og Rúmena sem áttu að vera bestu lið riðilsins.

Stundin þegar Guðmundur Guðmundsson núverandi landsliðsþjálfari skoraði markið sem gulltryggði sigurinn á Rúmenum gleymist aldrei. 

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert