Láti sér leikinn við Ungverja að kenningu verða

Ásmundur Einar Daðason, Katrín Jakobsdóttir og Dagur B. Eggertsson á …
Ásmundur Einar Daðason, Katrín Jakobsdóttir og Dagur B. Eggertsson á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, spáir því að Ísland vinni Suður-Kóreu á heimsmeistaramóti karla í handknattleik.

„Ég held að við vinnum alltaf þann leik, við förum auðvitað inn í alla leiki til þess að sigra. Ég treysti því að strákarnir rísi upp eftir síðasta leik á móti Ungverjum og láti sér það að kenningu verða hvernig fór þar og muni sigla verkefninu heim alveg fram á síðustu mínútu,“ segir Ásmundur að loknum kynningarfundi um nýja þjóðarhöll sem á að rísa í Laugardalnum og á að vera tilbúin árið 2025.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sammála Ásmundi og telur að Ísland muni sigra Suður-Kóreu.

„Við vinnum þá. Mér finnst þetta íslenska lið þegar það er að spila eins og best gerist þá er það algjörlega frábært. Ég held að leikurinn við Ungverja hafi verið erfiður, nú munu þeir mæta algjörlega endurnýjaðir í þennan leik,“ segir Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert