Skrautleg íslensk andlit í Kristianstad (myndir)

Það var líka boðið upp á skallamálningu í Kristianstad í …
Það var líka boðið upp á skallamálningu í Kristianstad í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir mánudag og sárt tap á móti Ungverjalandi á laugardag, eru Íslendingar enn og aftur búnir að fjölmenna á stuðningsmannasvæði Íslands í keppnishöllinni í Kristianstad til að hita upp fyrir leik Íslands og Suður-Kóreu á HM í handbolta.

Er um lokaleik liðanna í D-riðli að ræða og er ljóst að ekkert annað en sigur kemur til greina gegn Asíuþjóðinni, sem hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa.

Kristinn Magnússon ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins tók eftirfarandi myndir af andlitum stuðningsmanna sem lögðu leið sína til Kristianstad.

Þessir ungu drengir voru klárir í slaginn.
Þessir ungu drengir voru klárir í slaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skegg og hár var einnig vel skreytt.
Skegg og hár var einnig vel skreytt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessir menn voru með skemmtilega útgáfu af íslenska fánanum framan …
Þessir menn voru með skemmtilega útgáfu af íslenska fánanum framan í sér. mbl.is/Kristinn Magnússon
Unga fólkið er klárt í slaginn.
Unga fólkið er klárt í slaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Og þessi ágæti maður sömuleiðis.
Og þessi ágæti maður sömuleiðis. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessi fór alla leið í andlitsmálningunni.
Þessi fór alla leið í andlitsmálningunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það var enginn mánudagsfílingur í þessum.
Það var enginn mánudagsfílingur í þessum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Né þessum.
Né þessum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hvað þá þessum.
Hvað þá þessum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is