Hægt að setja spurningamerki við fyrirkomulagið

Ísland vann sannfærandi sigur gegn Grænhöfðaeyjum í gær.
Ísland vann sannfærandi sigur gegn Grænhöfðaeyjum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keppni í milliriðlum heims­meistaramóts karla í handbolta hófst í gær og það er strax hægt að setja spurningarmerki við þetta keppnisfyrirkomulag.

Eftir að liðum á HM var fjölgað úr 24 í 32 fyrir HM 2021 í Egypta­landi voru 16-liða úrslit felld niður og í staðinn kom 24 liða keppni í fjórum milliriðlum.

Þegar er ljóst að sumir leikjanna þar á næstu dögum skipta litlu máli, sérstaklega í lokaumferðinni, og fyrir fram eiga liðin sem komu stigalaus úr undanriðlunum sáralitlar vonir um að komast í átta liða úrslit.

Ljóst er að mun skemmtilegra hefði verið að fá útsláttarkeppni strax að riðlakeppninni lokinni.

Besta fyrirkomulagið væri að liðin, sem vinna riðlana átta, færu beint í 16-liða úrslit en þau sextán lið sem enda í öðru og þriðja sæti riðlanna mættust í 1. umferð útsláttarkeppninnar.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert