Ómar ekki meira með

Ómar Ingi Magnússon var þjáður í leiknum í dag.
Ómar Ingi Magnússon var þjáður í leiknum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ómar Ingi Magnússon hefur lokið leik á heimsmeistaramótinu í handbolta, vegna meiðsla. Ómar þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik gegn Svíþjóð í kvöld vegna meiðslanna og verður ekki meira með á mótinu. 

„Ómar Ingi er mjög líklega frá það sem eftir er á mótinu. Hann átti erfitt með að beita sér,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við mbl.is eftir leikinn. 

Aron Pálmarsson meiddist einnig í dag og var Ísland því án tveggja lykilmanna stóran hluta leiksins í kvöld. 

„Við lendum líka í að Aron dettur út í hádeginu. Hann gat ekki verið með, sem var mikið áfall fyrir hann. Það þarf engan sérfræðing til að sjá hve stórt skarð er hoggið í okkar raðir þegar þessir tveir eru ekki til taks,“ sagði Guðmundur. 

mbl.is