Draga réttan lærdóm af mótinu

Guðmundur Þ. Guðmundsson er jafnan líflegur á hliðarlínunni.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er jafnan líflegur á hliðarlínunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að íslenska landsliðið í handbolta lauk keppni á HM á sunnudaginn með sigri á Brasilíu hefur margt verið sagt og skrifað um Guðmund Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfara.

Sjálfur kynti hann dálítið upp í umræðunni í viðtölum eftir leikinn, enda heitt í hamsi og mikill keppnismaður eins og allir þekkja.

Deilt er fram og til baka um hvort Guðmundur hefði átt að nota þennan eða hinn leikmanninn, nýta breiddina betur eða bregðast öðruvísi við á mikilvægum stundum á mótinu.

Það er í hæsta máta eðlilegt, allar skoðanir eiga rétt á sér og ekkert að því að gagnrýna lið og þjálfara þegar uppskeran er ekki eins og efni stóðu mögulega til.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »