Skrítið að keyra heim af fæðingardeildinni

„Þetta er öðruvísi hlutverk,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Sigvaldi, sem er 28 ára gamall, eignaðist sitt fyrsta barn í september á síðasta ári, soninn Jökul, ásamt sambýliskonu sinni Nótt Jónsdóttur.

„Við vorum á fæðingardeildinni í þrjá daga og ég man eftir því þegar ég setti krakkann fyrst inn í bíl,“ sagði Sigvaldi.

„Ég hugsaði með mér að ég þyrfti nú að passa mig aðeins núna í umferðinni og keyra varlega,“ sagði Sigvaldi meðal annars.

Sigvaldi Björn er í aðalhlutverki í þriðja þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

mbl.is