Spáði rétt til um gengi Íslands á HM

Elliði Snær Viðars­son sársvekktur eftir leikinn örlagaríka gegn Ungverjalandi.
Elliði Snær Viðars­son sársvekktur eftir leikinn örlagaríka gegn Ungverjalandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dr. Peter O'Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, útbjó spálíkan fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Þar greindi hann möguleika Íslands miðað við frammistöðu þátttökuþjóða síðastliðin tvö ár. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum íþróttafræðideildar HR.

Spá hans leiddi í ljós að 20% líkur væru á því að íslenska landsliðið kæmist í 8-liða úrslit mótsins. Hann spáði því einnig að það væri líklegast að Ísland myndi lenda í 12.-14. sæti. Nú er ljóst að Ísland lenti í 12. sæti og því er ekki hægt að segja annað en að spá prófessorsins hafi gengið eftir.

Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík
mbl.is