Danir með yfirburðastöðu - hnífjafnt hjá Noregi og Spáni

Emil Jakobsen fagnar eftir að hafa skorað fyrir Dani gegn …
Emil Jakobsen fagnar eftir að hafa skorað fyrir Dani gegn Ungverjum í Stokkhólmi í dag. AFP/Jonathan Nackstrand

Danir eru langt komnir með að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik þó aðeins fyrri hálfleik sé lokið í leik þeirra gegn Ungverjum í átta liða úrslitunum í Stokkhólmi.

Staðan í hálfleik er 21:12, Dönum í vil, og þeir stungu Ungverjana af seinni hluta fyrri hálfleiksins. Mathias Gidsel skoraði sex mörk fyrir Dani í fyrri hálfleiknum og Emil Jakobsen fimm en Gábor Ancsin og Mátaé Lékai gerðu þrjú mörk hvor fyrir Ungverja.

Í Gdansk í Póllandi er mun jafnari viðureign á dagskránni en Norðmenn eru yfir í hálfleik gegn Spánverjum, 13:12. Kristian Björnsen skoraði fjögur mörk fyrir Noreg í fyrri hálfleik en Ángel Fernández, Alex Dujshebaev og Ferrán Sole þrjú hver fyrir Spánverja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert