„Peningar eru oft aðlaðandi“

„Ég er á betri launum hérna en í Þýskalandi,“ sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Bjarki Már, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við ungverska stórliðið Veszprém frá Lemgo í Þýskalandi síðasta sumar.

„Klúbbur eins og Veszprém verður að borga vel,“ sagði Bjarki Már.

„Fyrir leikmenn sem eru ekki ungverskir þarf að vera eitthvað aðlaðandi og peningar eru oft aðlaðandi,“ bætti Bjarki Már við.

Bjarki Már er í aðalhlutverki í sjöunda þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is