Á erfitt með að lýsa þessu

Nikolaj Jacobsen á hliðarlínunni í kvöld.
Nikolaj Jacobsen á hliðarlínunni í kvöld. AFP/Jonathan Nackstrand

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, var stoltur eftir að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á Frakklandi, 34:29, í úrslitaleiknum í kvöld.

„Ég er mjög stoltur. Mér fannst við spila frábærlega á mótinu og alltaf þegar okkur vantaði auka hjálp kom hún af bekknum. Ég á erfitt með að lýsa þessu, að vera heimsmeistari aftur.“

Rasmus Lauge var einn varamannanna sem skipti sköpum í leiknum í dag en hann skoraði tíu mörk og var markahæsti maður vallarins.

„Við höfum saknað hans. Hann kom inn með meiri hraða en Mikkel Hansen og það var ótrúlega mikilvægt. Mads Mensah kom inn og skoraði tvö mörk upp úr engu. Kevin Möller varði nokkrum sinnum á mikilvægum augnablikum sem gaf okkur mikilvægt andrými.“

Þetta var þriðji heimsmeistaratitill Dana í röð en liðið hefur verið svo gott sem óstöðvandi undanfarin ár.

mbl.is