Spánverjar nældu í brons

Spánverjinn Alex Dujshebaev fagnar einu sjö marka sinna í leiknum …
Spánverjinn Alex Dujshebaev fagnar einu sjö marka sinna í leiknum í kvöld. AFP/Jonathan Nackstrand

Spánn vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir sigur á heimamönnum í Svíþjóð, 39:36, í leiknum um þriðja sætið í Stokkhólmi í kvöld.

Svíar byrjuðu leikinn betur og voru skrefi á undan í fyrri hálfleik. Liðið leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 22:18, en í upphafi seinni hálfleiks kom frábær 6:0-kafli frá Spánverjum sem sneri leiknum við. 

Eftir það voru Spánverjar skrefi á undan og héldu þeir forystunni í tveimur til fjórum mörkum það sem eftir lifði leiks. 

Adrian Figueras Trejo var markahæstur Spánverja með níu mörk en Alex Dujshebaev kom næstur með sjö mörk. Hjá Svíum var Hampus Wanne markahæstur með níu mörk og Niclas Ekberg skoraði sjö.

Í kvöld kemur svo í ljós hvaða þjóð verður heimsmeistari en þá mætast Frakkland og Danmörk í úrslitaleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert