Danir áttu mikilvægasta leikmanninn

Mathias Gidsel í skotstöðu í úrslitaleik Dana og Frakka í …
Mathias Gidsel í skotstöðu í úrslitaleik Dana og Frakka í gærkvöld. AFP/Jessica Gow

Skyttan öfluga Mathias Gidsel í heimsmeistaraliði Dana var útnefndur mikilvægasti leikmaður heimsmeistaramóts karla sem lauk með úrslitaleik Danmerkur og Frakklands í Stokkhólmi í gærkvöld.

Gidsel varð markahæsti leikmaður mótsins og skoraði 60 mörk fyrir danska liðið en hann er 23 ára gamall, örvhent skytta, og spilar með Füchse Berlín í Þýskalandi. Fyrir tveimur árum var hann valinn efnilegasti handboltamaður heims.

Þjóðverjinn Juri Knorr var valinn efnilegasti leikmaður mótsins en hann og Gidsel eru hins vegar ekki í sjö manna úrvalsliði HM sem er þannig skipað:

Markvörður: Andreas Wolff (Þýskalandi)

Hægra horn: Niclas Ekberg (Svíþjóð)

Hægri skytta: Alex Dujshebaev (Spáni)

Miðjumaður: Nedim Remili (Frakklandi)

Vinstri skytta: Simon Bogetoft Pytlick (Danmörku)

Vinstra horn: Ángel Fernández Pérez (Spáni)

Línumaður: Ludovic Fabregas (Frakklandi) 

mbl.is